Innlent

Ekki fyrirboði stærri skjálfta

Engar vísbendingar eru um að jarðskjálftinn á Suðurlandi í gær sé fyrirboði stærri viðburða. Jarðskjálftinn, sem var að stærðinni 3,2 á Richter, varð í gær við Þjórsá og voru upptökin nokkru fyrir sunnan Urriðafoss. Um tíu eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Það var ekki fjarri þessum slóðum sem Suðurlandsskjálftarnir stóru árið 2000 áttu upptök sín en þeir ollu gríðarlegu eignatjóni í Árnes- og Rangárvallasýslum. Skjálftinn í gær er þó ekki talinn boða slíkar hamfarir að sögn Steinunnar Jakobsdóttir jarðeðlisfræðings. Vísindamenn sögðu eftir skjálftana árið 2000 að þeir hefðu ekki náð að losa alla þá spennu sem til staðar væri í brotabeltinu undir Suðurlandi og því yrði að búast við fleiri stórskjálftum. Steinunn segir það mat ekki hafa breyst en það gæti eins gerst eftir mörg ár eða áratugi, eins og á næstu dögum eða vikum. Myndin er af Urriðafossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×