Innlent

Næsland frumsýnd 1.október

Kvikmyndin Næsland, sem er nýjasta mynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, gerð eftir handriti Huldars Breiðfjörð, verður frumsýnd í Háskólabíói 1.október næstkomandi. Myndin hefur verið sýnd á tveimur kvikmyndahátíðum í Toronto og í Karlovy Vary við mikið lof. Kvikmyndin fjallar um hvernig finna megi vináttu á óvæntustu stöðum og segja má að Næsland sé lokaþátturinn í þríleik Friðrik Þórs Friðrikssonar sem hófst með Börnum náttúrunnar og Englum alheimsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×