Innlent

Nætursýningar í Reykjavík

Næturhrafnar Reykjavíkur lentu í bíósjóræningjum um helgina, sem sýndu kvikmyndir utandyra hvar sem þeim datt í hug, víðsvegar um borgina. Aðfararnótt föstudags og laugardags læddust þrír ungir listnemar um borgina og sýndu kvikmyndir á húsveggjum og í skúmaskotum. Saklausir vegfarendur lentu því skyndilega í óvæntri kvikmyndasýningu í miðborginni, þeim til mikillar ánægju. Kristjana Rós Oddsdóttir nemi segir að þeim hafi verið tekið vel, fullt af fólki hafi komið og margir hafi sest nmiður og horft á. Allt var þetta gert til að vekja athygli á Nordisk Panorama, kvikmyndahátíð sem haldin verður um næstu helgi. Myndunum var meðal annars varpað á Héraðsdóm Reykjavíkur og Perluna. Guðmundur Arnar Guðmundsson segir að til dæmis hafi komið skemmtilega á óvart að þegar kastað hafi verið á Perluna hafi Securitas komið og verið mjög ánægðir. Hann segir alla hafa sýnt þeim mjög góð viðbrögð og segir Kristjana að það sé aldrei að vita nema framhald verði á þessu uppátæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×