Fordómar í garð parkinsonsjúkra 19. september 2004 00:01 Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. "Maður er orðinn hundleiður á því að þurfa að segja að maður sé parkinsonsjúklingur," segir Héðinn Waage lærður vélvirki og stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Héðinn hefur barist við sjúkdóm sinn í 20 ár og hefur staðið í fararbroddi við að vekja athygli á málefnum parkinsonsjúkra hér á landi um árabil. Fyrir sex árum fór hann í mikla aðgerð út af sjúkdóminum í Austurríki og varð það meðal annars tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum. Aðgerðin tókst vel, en Héðinn ber þó augljós einkenni sjúkdómsins. Göngulag hans er riðandi og hann á erfitt með tal. Í stuttu máli, þá verða einkennin oft til þess að Héðinn er talinn ofurölvi. Að sögn Héðins er þetta meginorsök þeirra fordóma sem parkinsonsjúklingar þurfa að glíma við. Slíkt getur haft veruleg áhrif í daglegu lífi. "Þetta hefur áhrif, sérstaklega þegar maður hringir eitthvert," segir Héðinn. "Þá fær maður oft þau svör að maður eigi bara að láta renna af sér og hringja síðar." Einnig segir Héðinn að parkinsonsjúklingar mæti oft tortryggni á vínveitingahúsum sökum ástands síns. Héðinn drekkur ekki, en þó hefur honum tvisvar beinlínis verið hent út af vínveitingahúsum vegna grunsemda um ölvun og margoft er honum ekki hleypt inn. Ein meginorsök þess að hann ákvað að hafa samband við fjölmiðla að þessu sinni, til að vekja athygli á þessum vanda, er sú að á dögunum settist Héðinn inn á vínveitingahús í miðbænum síðdegis ásamt vini sínum, sem fékk sér bjórglas. Undir eins fór þó athygli dyravarða að beinast að Héðni og var honum vísað út eftir stutta setu og skipti þá engu máli að Héðinn reyndi að segja viðkomandi dyraverði frá sjúkdómi sínum. Héðinn segir marga parkinsonsjúklinga hafa svipaða sögu að segja. Samtök parkinsonsjúkra íhuga nú, að sögn Héðins, að senda út dreifimiða til dyravarða og annarra til þess að vekja athygli á þessum vanda. "Svo erum við líka með lítið grænt kort, þar sem stendur að við séum parkinsonsjúklingar," segir Héðinn. "En það virkar ekki alltaf." Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. "Maður er orðinn hundleiður á því að þurfa að segja að maður sé parkinsonsjúklingur," segir Héðinn Waage lærður vélvirki og stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Héðinn hefur barist við sjúkdóm sinn í 20 ár og hefur staðið í fararbroddi við að vekja athygli á málefnum parkinsonsjúkra hér á landi um árabil. Fyrir sex árum fór hann í mikla aðgerð út af sjúkdóminum í Austurríki og varð það meðal annars tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum. Aðgerðin tókst vel, en Héðinn ber þó augljós einkenni sjúkdómsins. Göngulag hans er riðandi og hann á erfitt með tal. Í stuttu máli, þá verða einkennin oft til þess að Héðinn er talinn ofurölvi. Að sögn Héðins er þetta meginorsök þeirra fordóma sem parkinsonsjúklingar þurfa að glíma við. Slíkt getur haft veruleg áhrif í daglegu lífi. "Þetta hefur áhrif, sérstaklega þegar maður hringir eitthvert," segir Héðinn. "Þá fær maður oft þau svör að maður eigi bara að láta renna af sér og hringja síðar." Einnig segir Héðinn að parkinsonsjúklingar mæti oft tortryggni á vínveitingahúsum sökum ástands síns. Héðinn drekkur ekki, en þó hefur honum tvisvar beinlínis verið hent út af vínveitingahúsum vegna grunsemda um ölvun og margoft er honum ekki hleypt inn. Ein meginorsök þess að hann ákvað að hafa samband við fjölmiðla að þessu sinni, til að vekja athygli á þessum vanda, er sú að á dögunum settist Héðinn inn á vínveitingahús í miðbænum síðdegis ásamt vini sínum, sem fékk sér bjórglas. Undir eins fór þó athygli dyravarða að beinast að Héðni og var honum vísað út eftir stutta setu og skipti þá engu máli að Héðinn reyndi að segja viðkomandi dyraverði frá sjúkdómi sínum. Héðinn segir marga parkinsonsjúklinga hafa svipaða sögu að segja. Samtök parkinsonsjúkra íhuga nú, að sögn Héðins, að senda út dreifimiða til dyravarða og annarra til þess að vekja athygli á þessum vanda. "Svo erum við líka með lítið grænt kort, þar sem stendur að við séum parkinsonsjúklingar," segir Héðinn. "En það virkar ekki alltaf."
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira