Fordómar í garð parkinsonsjúkra 19. september 2004 00:01 Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. "Maður er orðinn hundleiður á því að þurfa að segja að maður sé parkinsonsjúklingur," segir Héðinn Waage lærður vélvirki og stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Héðinn hefur barist við sjúkdóm sinn í 20 ár og hefur staðið í fararbroddi við að vekja athygli á málefnum parkinsonsjúkra hér á landi um árabil. Fyrir sex árum fór hann í mikla aðgerð út af sjúkdóminum í Austurríki og varð það meðal annars tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum. Aðgerðin tókst vel, en Héðinn ber þó augljós einkenni sjúkdómsins. Göngulag hans er riðandi og hann á erfitt með tal. Í stuttu máli, þá verða einkennin oft til þess að Héðinn er talinn ofurölvi. Að sögn Héðins er þetta meginorsök þeirra fordóma sem parkinsonsjúklingar þurfa að glíma við. Slíkt getur haft veruleg áhrif í daglegu lífi. "Þetta hefur áhrif, sérstaklega þegar maður hringir eitthvert," segir Héðinn. "Þá fær maður oft þau svör að maður eigi bara að láta renna af sér og hringja síðar." Einnig segir Héðinn að parkinsonsjúklingar mæti oft tortryggni á vínveitingahúsum sökum ástands síns. Héðinn drekkur ekki, en þó hefur honum tvisvar beinlínis verið hent út af vínveitingahúsum vegna grunsemda um ölvun og margoft er honum ekki hleypt inn. Ein meginorsök þess að hann ákvað að hafa samband við fjölmiðla að þessu sinni, til að vekja athygli á þessum vanda, er sú að á dögunum settist Héðinn inn á vínveitingahús í miðbænum síðdegis ásamt vini sínum, sem fékk sér bjórglas. Undir eins fór þó athygli dyravarða að beinast að Héðni og var honum vísað út eftir stutta setu og skipti þá engu máli að Héðinn reyndi að segja viðkomandi dyraverði frá sjúkdómi sínum. Héðinn segir marga parkinsonsjúklinga hafa svipaða sögu að segja. Samtök parkinsonsjúkra íhuga nú, að sögn Héðins, að senda út dreifimiða til dyravarða og annarra til þess að vekja athygli á þessum vanda. "Svo erum við líka með lítið grænt kort, þar sem stendur að við séum parkinsonsjúklingar," segir Héðinn. "En það virkar ekki alltaf." Fréttir Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. "Maður er orðinn hundleiður á því að þurfa að segja að maður sé parkinsonsjúklingur," segir Héðinn Waage lærður vélvirki og stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Héðinn hefur barist við sjúkdóm sinn í 20 ár og hefur staðið í fararbroddi við að vekja athygli á málefnum parkinsonsjúkra hér á landi um árabil. Fyrir sex árum fór hann í mikla aðgerð út af sjúkdóminum í Austurríki og varð það meðal annars tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum. Aðgerðin tókst vel, en Héðinn ber þó augljós einkenni sjúkdómsins. Göngulag hans er riðandi og hann á erfitt með tal. Í stuttu máli, þá verða einkennin oft til þess að Héðinn er talinn ofurölvi. Að sögn Héðins er þetta meginorsök þeirra fordóma sem parkinsonsjúklingar þurfa að glíma við. Slíkt getur haft veruleg áhrif í daglegu lífi. "Þetta hefur áhrif, sérstaklega þegar maður hringir eitthvert," segir Héðinn. "Þá fær maður oft þau svör að maður eigi bara að láta renna af sér og hringja síðar." Einnig segir Héðinn að parkinsonsjúklingar mæti oft tortryggni á vínveitingahúsum sökum ástands síns. Héðinn drekkur ekki, en þó hefur honum tvisvar beinlínis verið hent út af vínveitingahúsum vegna grunsemda um ölvun og margoft er honum ekki hleypt inn. Ein meginorsök þess að hann ákvað að hafa samband við fjölmiðla að þessu sinni, til að vekja athygli á þessum vanda, er sú að á dögunum settist Héðinn inn á vínveitingahús í miðbænum síðdegis ásamt vini sínum, sem fékk sér bjórglas. Undir eins fór þó athygli dyravarða að beinast að Héðni og var honum vísað út eftir stutta setu og skipti þá engu máli að Héðinn reyndi að segja viðkomandi dyraverði frá sjúkdómi sínum. Héðinn segir marga parkinsonsjúklinga hafa svipaða sögu að segja. Samtök parkinsonsjúkra íhuga nú, að sögn Héðins, að senda út dreifimiða til dyravarða og annarra til þess að vekja athygli á þessum vanda. "Svo erum við líka með lítið grænt kort, þar sem stendur að við séum parkinsonsjúklingar," segir Héðinn. "En það virkar ekki alltaf."
Fréttir Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira