Innlent

Kona í Þjóðleikhússtjórann?

Helga Hjörvar og Viðar Eggertsson ættu einnig að vera á óskalista Þjóðleikhúsráðs yfir næsta Þjóðleikhússtjóra, að mati leiklistargagnrýnanda. Mestar líkur eru taldar á að kona verði valin, og að ráðherra telji sig ekki eins bundinn af óskum ráðsins, fyrst það valdi sex umsækjendur en ekki einn. Valgeir Skagfjörð, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins segir að hann hefði viljað sjá bæði Helgu Hjörvar og Viðar Eggertsson í þessum hópi. Hann telur líklegt að kona verði valin nú, enda hafi þær ekki gegnt þessu hlutverki fyrr og nú sé mikið af hæfileikaríkum konum í boði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×