Tvö ný nöfn á lista ársins 17. september 2004 00:01 Margir hafa orðið til að velta fyrir sér uppruna nafna sem fellibyljum eru gefin. Fellibylurinn Ívan, sem á upptök sín í Atlantshafi, hefur til dæmis farið mikinn síðustu daga og valdið miklu tjóni. Verði til annar í Atlantshafi á þessu ári verður næst fyrir valinu kvenmannsnafnið Jeanne, eða Jóna upp á íslenskuna. Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum heldur utan um margvíslegar upplýsingar um sögu fellibylja og lætur sér ekki nægja að spá fyrir um það. Á vef spástöðvarinnar kemur fram að langt sé síðan tekið var að nota mannanöfn til að auðkenna fellibylji, en reynslan sýndi að stutt og greinileg nöfn skiluðu sér betur í samskiptum við sæfarendur, veðurstöðvar og strandbyggðir. Áður var notast við lengdar- og breiddarbaug upprunastaðar til auðkenningar. Nöfn fellibylja í Atlantshafi eru valin úr listum sem alþjóðleg nefnd á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar viðheldur. Upprunalegu nafnalistarnir voru búnir til í Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna árið 1953. Fram til ársins 1979 voru fellibyljir alfarið nefndir kvenmannsnöfnum, en eftir þann tíma var ákveðið að láta koma til skiptis kvenmannsnafn og karlmannsnafn. Notaðir eru sex listar, með 21 nafni hver. Þannig verður listi ársins í ár aftur í notkun árið 2010. Engu að síður er það svo að nöfn geta fallið út af listanum og kemur þá til kasta nefndarinnar að velja nýtt nafn í staðinn. Ef fellibylur reynist svo öflugur að hann valdi gífurlegri eyðileggingu og manntjóni er litið svo á að ekki sé stætt á að nota sama nafnið aftur. Með því er forðast að ýfa upp sárar minningar fólks sem hefur orðið illilega fyrir barðinu á honum. Á heimasíðu Fellibyljaeftirlits Bandaríkjanna kemur fram að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á listunum frá því síðast. Notkun á fjórum nöfnum frá lista ársins 1995 hefur verið hætt. Þannig er á lista ársins 2001 Lorenzo kominn í staðinn fyrir Luis, Michelle komin í stað Marilyn, Olga í stað Opal og Rebekka komin í staðinn fyrir Roxönnu. Þrjú nöfn frá 1996 eru breytt þannig að á listanum 2002 hefur Cristobal komið í staðinn fyrir Cesar, Fay í stað Fran og Hanna komin í staðin fyrir Hortense. Tvö nöfn frá 1998 hafa verið aflögð þannig að Gaston kemur í stað Georgs og Matthew í stað Mitch á lista ársins í ár. Á nafnalistanum sem notaður verður árið 2006 hefur svo Kirk komið í staðinn fyrir Keith. Nöfn fellibylja í Atlantshafi: 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Alex Arlene Alberto Andrea Arthur Ana Bonnie Bret Beryl Barry Bertha Bill Charley Cindy Chris Chantal Cristobal Claudette Danielle Dennis Debby Dean Dolly Danny Earl Emily Ernesto Erin Edouard Erika Frances Franklin Florence Felix Fay Fred Gaston Gert Gordon Gabrielle Gustav Grace Hermine Harvey Helene Humberto Hanna Henri Ivan Irene Isaac Ingrid Ike Ida Jeanne Jose Joyce Jerry Josephine Joaquin Karl Katrina Kirk Karen Kyle Kate Lisa Lee Leslie Lorenzo Laura Larry Matthew Maria Michael Melissa Marco Mindy Nicole Nate Nadine Noel Nana Nicholas Otto Ophelia Oscar Olga Omar Odette Paula Philippe Patty Pablo Paloma Peter Richard Rita Rafael Rebekah Rene Rose Shary Stan Sandy Sebastien Sally Sam Tomas Tammy Tony Tanya Teddy Teresa Virginie Vince Valerie Van Vicky Victor Walter Wilma William Wendy Wilfred Wanda Heimild: Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum. Margir nafnalistar fellibylja eru í notkun í heiminum. Austurhluti Norður-Kyrrahafs er til dæmis með sér lista, sem og miðhlutinn og vesturhlutinn. Ástralir eru með aðskilda lista fyrir vestur-, norður- og austurhluta upprunasvæða. Fídjieyjar viðhalda sínum eigin listum og þannig er um fjölda annarra landsvæða. Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Margir hafa orðið til að velta fyrir sér uppruna nafna sem fellibyljum eru gefin. Fellibylurinn Ívan, sem á upptök sín í Atlantshafi, hefur til dæmis farið mikinn síðustu daga og valdið miklu tjóni. Verði til annar í Atlantshafi á þessu ári verður næst fyrir valinu kvenmannsnafnið Jeanne, eða Jóna upp á íslenskuna. Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum heldur utan um margvíslegar upplýsingar um sögu fellibylja og lætur sér ekki nægja að spá fyrir um það. Á vef spástöðvarinnar kemur fram að langt sé síðan tekið var að nota mannanöfn til að auðkenna fellibylji, en reynslan sýndi að stutt og greinileg nöfn skiluðu sér betur í samskiptum við sæfarendur, veðurstöðvar og strandbyggðir. Áður var notast við lengdar- og breiddarbaug upprunastaðar til auðkenningar. Nöfn fellibylja í Atlantshafi eru valin úr listum sem alþjóðleg nefnd á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar viðheldur. Upprunalegu nafnalistarnir voru búnir til í Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna árið 1953. Fram til ársins 1979 voru fellibyljir alfarið nefndir kvenmannsnöfnum, en eftir þann tíma var ákveðið að láta koma til skiptis kvenmannsnafn og karlmannsnafn. Notaðir eru sex listar, með 21 nafni hver. Þannig verður listi ársins í ár aftur í notkun árið 2010. Engu að síður er það svo að nöfn geta fallið út af listanum og kemur þá til kasta nefndarinnar að velja nýtt nafn í staðinn. Ef fellibylur reynist svo öflugur að hann valdi gífurlegri eyðileggingu og manntjóni er litið svo á að ekki sé stætt á að nota sama nafnið aftur. Með því er forðast að ýfa upp sárar minningar fólks sem hefur orðið illilega fyrir barðinu á honum. Á heimasíðu Fellibyljaeftirlits Bandaríkjanna kemur fram að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á listunum frá því síðast. Notkun á fjórum nöfnum frá lista ársins 1995 hefur verið hætt. Þannig er á lista ársins 2001 Lorenzo kominn í staðinn fyrir Luis, Michelle komin í stað Marilyn, Olga í stað Opal og Rebekka komin í staðinn fyrir Roxönnu. Þrjú nöfn frá 1996 eru breytt þannig að á listanum 2002 hefur Cristobal komið í staðinn fyrir Cesar, Fay í stað Fran og Hanna komin í staðin fyrir Hortense. Tvö nöfn frá 1998 hafa verið aflögð þannig að Gaston kemur í stað Georgs og Matthew í stað Mitch á lista ársins í ár. Á nafnalistanum sem notaður verður árið 2006 hefur svo Kirk komið í staðinn fyrir Keith. Nöfn fellibylja í Atlantshafi: 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Alex Arlene Alberto Andrea Arthur Ana Bonnie Bret Beryl Barry Bertha Bill Charley Cindy Chris Chantal Cristobal Claudette Danielle Dennis Debby Dean Dolly Danny Earl Emily Ernesto Erin Edouard Erika Frances Franklin Florence Felix Fay Fred Gaston Gert Gordon Gabrielle Gustav Grace Hermine Harvey Helene Humberto Hanna Henri Ivan Irene Isaac Ingrid Ike Ida Jeanne Jose Joyce Jerry Josephine Joaquin Karl Katrina Kirk Karen Kyle Kate Lisa Lee Leslie Lorenzo Laura Larry Matthew Maria Michael Melissa Marco Mindy Nicole Nate Nadine Noel Nana Nicholas Otto Ophelia Oscar Olga Omar Odette Paula Philippe Patty Pablo Paloma Peter Richard Rita Rafael Rebekah Rene Rose Shary Stan Sandy Sebastien Sally Sam Tomas Tammy Tony Tanya Teddy Teresa Virginie Vince Valerie Van Vicky Victor Walter Wilma William Wendy Wilfred Wanda Heimild: Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum. Margir nafnalistar fellibylja eru í notkun í heiminum. Austurhluti Norður-Kyrrahafs er til dæmis með sér lista, sem og miðhlutinn og vesturhlutinn. Ástralir eru með aðskilda lista fyrir vestur-, norður- og austurhluta upprunasvæða. Fídjieyjar viðhalda sínum eigin listum og þannig er um fjölda annarra landsvæða.
Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira