Tvö ný nöfn á lista ársins 17. september 2004 00:01 Margir hafa orðið til að velta fyrir sér uppruna nafna sem fellibyljum eru gefin. Fellibylurinn Ívan, sem á upptök sín í Atlantshafi, hefur til dæmis farið mikinn síðustu daga og valdið miklu tjóni. Verði til annar í Atlantshafi á þessu ári verður næst fyrir valinu kvenmannsnafnið Jeanne, eða Jóna upp á íslenskuna. Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum heldur utan um margvíslegar upplýsingar um sögu fellibylja og lætur sér ekki nægja að spá fyrir um það. Á vef spástöðvarinnar kemur fram að langt sé síðan tekið var að nota mannanöfn til að auðkenna fellibylji, en reynslan sýndi að stutt og greinileg nöfn skiluðu sér betur í samskiptum við sæfarendur, veðurstöðvar og strandbyggðir. Áður var notast við lengdar- og breiddarbaug upprunastaðar til auðkenningar. Nöfn fellibylja í Atlantshafi eru valin úr listum sem alþjóðleg nefnd á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar viðheldur. Upprunalegu nafnalistarnir voru búnir til í Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna árið 1953. Fram til ársins 1979 voru fellibyljir alfarið nefndir kvenmannsnöfnum, en eftir þann tíma var ákveðið að láta koma til skiptis kvenmannsnafn og karlmannsnafn. Notaðir eru sex listar, með 21 nafni hver. Þannig verður listi ársins í ár aftur í notkun árið 2010. Engu að síður er það svo að nöfn geta fallið út af listanum og kemur þá til kasta nefndarinnar að velja nýtt nafn í staðinn. Ef fellibylur reynist svo öflugur að hann valdi gífurlegri eyðileggingu og manntjóni er litið svo á að ekki sé stætt á að nota sama nafnið aftur. Með því er forðast að ýfa upp sárar minningar fólks sem hefur orðið illilega fyrir barðinu á honum. Á heimasíðu Fellibyljaeftirlits Bandaríkjanna kemur fram að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á listunum frá því síðast. Notkun á fjórum nöfnum frá lista ársins 1995 hefur verið hætt. Þannig er á lista ársins 2001 Lorenzo kominn í staðinn fyrir Luis, Michelle komin í stað Marilyn, Olga í stað Opal og Rebekka komin í staðinn fyrir Roxönnu. Þrjú nöfn frá 1996 eru breytt þannig að á listanum 2002 hefur Cristobal komið í staðinn fyrir Cesar, Fay í stað Fran og Hanna komin í staðin fyrir Hortense. Tvö nöfn frá 1998 hafa verið aflögð þannig að Gaston kemur í stað Georgs og Matthew í stað Mitch á lista ársins í ár. Á nafnalistanum sem notaður verður árið 2006 hefur svo Kirk komið í staðinn fyrir Keith. Nöfn fellibylja í Atlantshafi: 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Alex Arlene Alberto Andrea Arthur Ana Bonnie Bret Beryl Barry Bertha Bill Charley Cindy Chris Chantal Cristobal Claudette Danielle Dennis Debby Dean Dolly Danny Earl Emily Ernesto Erin Edouard Erika Frances Franklin Florence Felix Fay Fred Gaston Gert Gordon Gabrielle Gustav Grace Hermine Harvey Helene Humberto Hanna Henri Ivan Irene Isaac Ingrid Ike Ida Jeanne Jose Joyce Jerry Josephine Joaquin Karl Katrina Kirk Karen Kyle Kate Lisa Lee Leslie Lorenzo Laura Larry Matthew Maria Michael Melissa Marco Mindy Nicole Nate Nadine Noel Nana Nicholas Otto Ophelia Oscar Olga Omar Odette Paula Philippe Patty Pablo Paloma Peter Richard Rita Rafael Rebekah Rene Rose Shary Stan Sandy Sebastien Sally Sam Tomas Tammy Tony Tanya Teddy Teresa Virginie Vince Valerie Van Vicky Victor Walter Wilma William Wendy Wilfred Wanda Heimild: Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum. Margir nafnalistar fellibylja eru í notkun í heiminum. Austurhluti Norður-Kyrrahafs er til dæmis með sér lista, sem og miðhlutinn og vesturhlutinn. Ástralir eru með aðskilda lista fyrir vestur-, norður- og austurhluta upprunasvæða. Fídjieyjar viðhalda sínum eigin listum og þannig er um fjölda annarra landsvæða. Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Margir hafa orðið til að velta fyrir sér uppruna nafna sem fellibyljum eru gefin. Fellibylurinn Ívan, sem á upptök sín í Atlantshafi, hefur til dæmis farið mikinn síðustu daga og valdið miklu tjóni. Verði til annar í Atlantshafi á þessu ári verður næst fyrir valinu kvenmannsnafnið Jeanne, eða Jóna upp á íslenskuna. Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum heldur utan um margvíslegar upplýsingar um sögu fellibylja og lætur sér ekki nægja að spá fyrir um það. Á vef spástöðvarinnar kemur fram að langt sé síðan tekið var að nota mannanöfn til að auðkenna fellibylji, en reynslan sýndi að stutt og greinileg nöfn skiluðu sér betur í samskiptum við sæfarendur, veðurstöðvar og strandbyggðir. Áður var notast við lengdar- og breiddarbaug upprunastaðar til auðkenningar. Nöfn fellibylja í Atlantshafi eru valin úr listum sem alþjóðleg nefnd á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar viðheldur. Upprunalegu nafnalistarnir voru búnir til í Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna árið 1953. Fram til ársins 1979 voru fellibyljir alfarið nefndir kvenmannsnöfnum, en eftir þann tíma var ákveðið að láta koma til skiptis kvenmannsnafn og karlmannsnafn. Notaðir eru sex listar, með 21 nafni hver. Þannig verður listi ársins í ár aftur í notkun árið 2010. Engu að síður er það svo að nöfn geta fallið út af listanum og kemur þá til kasta nefndarinnar að velja nýtt nafn í staðinn. Ef fellibylur reynist svo öflugur að hann valdi gífurlegri eyðileggingu og manntjóni er litið svo á að ekki sé stætt á að nota sama nafnið aftur. Með því er forðast að ýfa upp sárar minningar fólks sem hefur orðið illilega fyrir barðinu á honum. Á heimasíðu Fellibyljaeftirlits Bandaríkjanna kemur fram að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á listunum frá því síðast. Notkun á fjórum nöfnum frá lista ársins 1995 hefur verið hætt. Þannig er á lista ársins 2001 Lorenzo kominn í staðinn fyrir Luis, Michelle komin í stað Marilyn, Olga í stað Opal og Rebekka komin í staðinn fyrir Roxönnu. Þrjú nöfn frá 1996 eru breytt þannig að á listanum 2002 hefur Cristobal komið í staðinn fyrir Cesar, Fay í stað Fran og Hanna komin í staðin fyrir Hortense. Tvö nöfn frá 1998 hafa verið aflögð þannig að Gaston kemur í stað Georgs og Matthew í stað Mitch á lista ársins í ár. Á nafnalistanum sem notaður verður árið 2006 hefur svo Kirk komið í staðinn fyrir Keith. Nöfn fellibylja í Atlantshafi: 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Alex Arlene Alberto Andrea Arthur Ana Bonnie Bret Beryl Barry Bertha Bill Charley Cindy Chris Chantal Cristobal Claudette Danielle Dennis Debby Dean Dolly Danny Earl Emily Ernesto Erin Edouard Erika Frances Franklin Florence Felix Fay Fred Gaston Gert Gordon Gabrielle Gustav Grace Hermine Harvey Helene Humberto Hanna Henri Ivan Irene Isaac Ingrid Ike Ida Jeanne Jose Joyce Jerry Josephine Joaquin Karl Katrina Kirk Karen Kyle Kate Lisa Lee Leslie Lorenzo Laura Larry Matthew Maria Michael Melissa Marco Mindy Nicole Nate Nadine Noel Nana Nicholas Otto Ophelia Oscar Olga Omar Odette Paula Philippe Patty Pablo Paloma Peter Richard Rita Rafael Rebekah Rene Rose Shary Stan Sandy Sebastien Sally Sam Tomas Tammy Tony Tanya Teddy Teresa Virginie Vince Valerie Van Vicky Victor Walter Wilma William Wendy Wilfred Wanda Heimild: Fellibyljaspástöðin í Flórída í Bandaríkjunum. Margir nafnalistar fellibylja eru í notkun í heiminum. Austurhluti Norður-Kyrrahafs er til dæmis með sér lista, sem og miðhlutinn og vesturhlutinn. Ástralir eru með aðskilda lista fyrir vestur-, norður- og austurhluta upprunasvæða. Fídjieyjar viðhalda sínum eigin listum og þannig er um fjölda annarra landsvæða.
Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent