Innlent

Verðbólga hærri hér en í Evrópu

Verðbólga, mæld með vísitölu neysluverðs, hefur verið mun meiri hér á landi síðastliðna tólf mánuði en að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd neysluvísitala í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði um 0,2% í ágúst frá mánuðinum á undan en lækkaði hér á landi um 0,2% á sama tíma. Frá því í ágúst í fyrra till jafnlengdar í ár var verðbólgan 2,1% á Evrópska efnahagssvæðinu, mæld með samræmdri vísitölu neuysluverðs, en mun meiri, eða 3,1% á Íslandi. Mest var hún þó í Lettlandi, eða 7,8%,rúm 7% í Ungverjalandi, en lægst í Finnlandi, aðeins 0,3%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×