Innlent

Ferðamennirnir komnir í leitirnar

Frönsku ferðamennirnir fjórir sem leit hófst að á Suðurlandi í morgun eru komnir fram heilir á húfi. Þeir komu inn á Hótel Rangá laust eftir klukkan eitt í dag í fylgd með öðrum erlendum ferðamönnum sem höfðu tekið þá upp í bíla sína og skilað þeim á hótelið, þaðan sem Frakkarnir ætluðu að skreppa í stuttan bíltúr í gær. Þeir höfðu áhuga á Heklu og því átti leitin að beinast á svæði umhverfis hana. Óstaðfestar fréttir herma að Frakkarnir hafi ætlað yfir á við Ófærufoss en fest bílin í ánni og vaðið í land. Síðan hafi þeir hafst við í skála þar til hinir útlendingarnir óku fram á þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×