Innlent

Ferðamanna leitað á Heklusvæðinu

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaður út til að leita að fjórum frönskum ferðamönnum á Heklusvæðinu. Um er að ræða tvenn eldri hjón. Fólkið skráði sig inn á Hótel Rangá síðdegis í gær og hélt svo í leiðangur. Þau eru á bílaleigubíl frá Flugleiðum, ljósgylltum Grand Vitara jeppa. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um ferðir fólksins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×