Innlent

Kajakmennirnir hætt komnir

Kajakleiðangursmenn Blindrafélagsins og tveir grænlenskir björgunarmenn þeirra voru hætt komnir síðdegis í gær þegar bátur þeirra bilaði og rak upp í brimgarð við klettótta strönd Vestur-Grænlands og brotnaði þar í spón.Grænlendingarnir tveir höfðu í fyrradag bjargað Íslendingunum fjórum um borð ásamt öllum farangri þar sem þeir komust ekki lengra vegna illviðris. Í gær, þegar loks var hægt að halda til lands, bilaði vélin og bátinn tók að reka stjórnlaust. Var þá strax sent út neyðarkall og héldu tvær þyrlur af stað frá Grænlandi og ísbrjótur, sem ekki var fjarri, hélt þegar í átt til þeirra. Mennirnir náðust upp í þyrlurnar, rétt áður en báturinn brotnaði í spón, og voru fluttir um borð í varðskip þar sem hlúð var að þeim. Með bátnum glataðist allur búnaður leiðangursmanna, meðal annars myndefni úr tæplega þúsund kílómetra siglingu. Þyrlur flugu svo með mennina til Juliane-hoob þar sem þeir gistu í nótt. Engan leiðangursmanna eða björgunarmanna sakaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×