Innlent

Þak fauk af hótelinu í Freysnesi

Þak af 300 fermetra byggingu fauk í heilu lagi af álmu á hótelinu í Freysnesi í morgun og lenti á tengibyggingu, annari álmu og bílum. Um það bil 30 manns gistu á hótelinu í nótt og rigndi glerbrotum og braki yfir gestina, sem flestir voru sofandi, en engan sakaði. Þykir það með ólíkindum miðað við hvernig umhorfs er á svæðinu. Að sögn Jóns Benediktssonar staðarhaldara var fólkið flutt í brynvörðum bíl niður í upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli. Fyrir stundu kom í ljós að annað hús í hótelþyrpingunni hefur skekkst á grunninum, ljósastaurar brotnað og allar flaggstangir kubbuðust í sundur, enda fór vindhraðinn í allt að 40 metra á sekúndu í morgun. Hlúð er að hótelgestunum í upplýsingamiðstöðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×