Innlent

Stjórn Halldórs tekin til starfa

Ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar tók formlega til starfa á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú síðdegis. Við það tilefni settist nýr ráðherra í ríkisstjórn en annar kvaddi. Fimmtándi september er runninn upp og Halldór Ásgrímsson orðinn fimmtándi forsætisráðherrann frá stofnun lýðveldsisins. Halldór tók formlega við sem forsætisráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú síðdegis. Áður hafði síðasta ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, að minnsta kosti í bili, fundað með forseta. Þegar þeim fundi var lokið kvaddi Siv Friðleifsdóttir félaga sína og hélt burt á öðrum bíl en hún kom. Sigríður Anna Þórðardóttir kom hins vegar í hennar stað og tók við embætti umhverfisráðherra. Sigríður sagðist vera spennt og horfa með mikilli tilhlökkun til þess að takast á við verkið, en jafnframt finndi hún til ábyrgðar sinnar. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu stólaskipti í dag, og það bókstaflega. Davíð situr nú í fyrsta sinn vinstra megin við forseta á ríkisráðsfundum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×