Innlent

Grunaður um barnsrán í Finnlandi

Bandarískur maður er í haldi lögreglu grunaður um barnsrán í Finnlandi. Finnsk yfirvöld vilja fá manninn framseldan. Maðurinn kom hingað á mánudag sem almennur farþegi með Skógafossi frá Bandaríkjunum.  Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra fer samkvæmt venju yfir áhafnalista og kannar hvort menn séu eftirlýstir á Schengen-svæðinu. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra segir að maðurinn hafi reynst vera eftirlýstur í Finnlandi og því hafi hann verið handtekinn við komuna til landsins. Ekki sé vitað annað en að hann hafi ætlað að dvelja hér á landi. Maðurinn mun hafa numið barn, sem hann á með finnskri konu, burt til Bandaríkjanna árið 2001 en barnið dvelur nú hjá móður sinni sem hefur forrræðið. Hann var úrskurðaður í gær í gæsluvarðhald í tvær vikur. Hann vill ekki vera framseldur til Finnlands og líklegt er að dómstólar verði að skera úr um það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×