Frá Viðey til Rauðarár 15. september 2004 00:01 Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi." Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi."
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira