Fréttablaðið styrkir sig í sessi 13. september 2004 00:01 Fréttablaðið er sá fjölmiðill sem flestir landsmenn nota, það er mest lesna dagblað landsins og nýtur yfirburða í öllum aldursflokkum, alla daga vikunnar. Samkvæmt nýrri könnun Gallups lesa 69 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi. 51 prósent les Morgunblaðið og 17 prósent DV. Er þá miðað við meðallestur en lesturinn er mismunandi eftir dögum. Lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins er sá sami og var í síðustu könnun Gallups, sem gerð var í maí, en færri lesa DV nú en í vor. Mestur mældist lestur Fréttablaðsins á miðvikudegi, 76 prósent, en minnstur á sunnudegi, 62 prósent. Lestur Morgunblaðsins mældist mestur á föstudegi, 51 prósent, en minnstur á mánudegi, 48 prósent. Lestur DV var 16 prósent fjóra daga vikunnar en 21 prósent á laugardegi. Lestur Fréttablaðsins á höfuðborgarsvæðinu mældist nú tæp 74 prósent og á landsbyggðinni rúm 62 prósent. Morgunblaðið var lesið af tæpum 59 prósentum íbúa höfuðborgarsvæðisins og 37 prósentum íbúa landsbyggðarinnar. Lestur DV er svipaður á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Samkvæmt þessu hefur Fréttablaðið fest sig enn í sessi sem vinsælasti fjölmiðill landsins. Það er sama hvar borið er niður, alls staðar nýtur blaðið yfirburða og sumstaðar mikilla. Þegar öllum helstu fjölmiðlum landsins er stillt upp hlið við hlið og notkun þeirra borin saman er Sjónvarpið í öðru sæti, líkt og í könnuninni í maí. Morgunblaðið er í þriðja sæti, hefur sætaskipti við Stöð 2 og helgast breytingin af talsvert minna áhorfi á Stöð 2. Rás 2, Bylgjan og Skjár einn koma í næstu sætum og þar á eftir Rás 1 og DV. Lestur Fréttablaðsins er mestur meðal fimmtugs fólks og eldra, 76 prósent. 65 prósent fólks á þeim aldri lesa Morgunblaðið og 19 prósent DV. 72 prósent landsmanna á aldrinum 25 til 49 ára lesa Fréttablaðið, 50 prósent Morgunblaðið og 19 prósent DV. Sé yngsti hópurinn, 12 til 24 ára, skoðaður má sjá að lestur Fréttablaðsins er 53 prósent, 33 prósent lesa Morgunblaðið og 11 prósent DV. Könnun Gallups var dagbókarkönnun og var gerð dagana 11. til 17. ágúst. Í úrtaki voru 1.200 manns á aldrinum 12 til 80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Eftir að látnir, veikir og fjarverandi höfðu verið dregnir frá var endanlegt úrtak 1.129 manns. Svarendur voru 664 eða tæp 60 prósent endanlegs úrtaks. Fréttir Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fréttablaðið er sá fjölmiðill sem flestir landsmenn nota, það er mest lesna dagblað landsins og nýtur yfirburða í öllum aldursflokkum, alla daga vikunnar. Samkvæmt nýrri könnun Gallups lesa 69 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi. 51 prósent les Morgunblaðið og 17 prósent DV. Er þá miðað við meðallestur en lesturinn er mismunandi eftir dögum. Lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins er sá sami og var í síðustu könnun Gallups, sem gerð var í maí, en færri lesa DV nú en í vor. Mestur mældist lestur Fréttablaðsins á miðvikudegi, 76 prósent, en minnstur á sunnudegi, 62 prósent. Lestur Morgunblaðsins mældist mestur á föstudegi, 51 prósent, en minnstur á mánudegi, 48 prósent. Lestur DV var 16 prósent fjóra daga vikunnar en 21 prósent á laugardegi. Lestur Fréttablaðsins á höfuðborgarsvæðinu mældist nú tæp 74 prósent og á landsbyggðinni rúm 62 prósent. Morgunblaðið var lesið af tæpum 59 prósentum íbúa höfuðborgarsvæðisins og 37 prósentum íbúa landsbyggðarinnar. Lestur DV er svipaður á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Samkvæmt þessu hefur Fréttablaðið fest sig enn í sessi sem vinsælasti fjölmiðill landsins. Það er sama hvar borið er niður, alls staðar nýtur blaðið yfirburða og sumstaðar mikilla. Þegar öllum helstu fjölmiðlum landsins er stillt upp hlið við hlið og notkun þeirra borin saman er Sjónvarpið í öðru sæti, líkt og í könnuninni í maí. Morgunblaðið er í þriðja sæti, hefur sætaskipti við Stöð 2 og helgast breytingin af talsvert minna áhorfi á Stöð 2. Rás 2, Bylgjan og Skjár einn koma í næstu sætum og þar á eftir Rás 1 og DV. Lestur Fréttablaðsins er mestur meðal fimmtugs fólks og eldra, 76 prósent. 65 prósent fólks á þeim aldri lesa Morgunblaðið og 19 prósent DV. 72 prósent landsmanna á aldrinum 25 til 49 ára lesa Fréttablaðið, 50 prósent Morgunblaðið og 19 prósent DV. Sé yngsti hópurinn, 12 til 24 ára, skoðaður má sjá að lestur Fréttablaðsins er 53 prósent, 33 prósent lesa Morgunblaðið og 11 prósent DV. Könnun Gallups var dagbókarkönnun og var gerð dagana 11. til 17. ágúst. Í úrtaki voru 1.200 manns á aldrinum 12 til 80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Eftir að látnir, veikir og fjarverandi höfðu verið dregnir frá var endanlegt úrtak 1.129 manns. Svarendur voru 664 eða tæp 60 prósent endanlegs úrtaks.
Fréttir Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira