Innlent

Skáru trollið úr skrúfunni

Kafarar á björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannesi Þ. Hafstein frá Sandgerði, luku um hádegi við að skera úr skrúfunni á 230 tonna togbáti sem flæktist í trolli um sextán sjómílur vestur af Sandgerði. Björgunarskipið fór togbátnum til aðstoðar upp úr klukkan fjögur í nótt og var ákveðið að draga hann nær landi þar sem var sléttari sjór og ekki eins örðugt að kafa og skera úr skrúfunni. Kafararnir hófust handa við að losa trollið úr skrúfunni klukkan tíu í morgun og, sem fyrr segir, luku þeir því um hádegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×