Lést í átökum við lögreglu 10. september 2004 00:01 Þrjátíu og þriggja ára maður lést í átökum við lögregluna í Keflavík síðdegis í gær. Lögreglunni í Reykjavík hefur verið falið að rannsaka málið. Um klukkan fimm í gær var lögreglu tilkynnt um mann sem var illa á sig kominn á gangi í Keflavík. Hann virtist vera í annarlegu ástandi og var færður til lögreglustöðvar. Í kjölfarið hringdi lögregla á heimili mannsins þar sem sonur hans, hinn látni, Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, svaraði. Það símtal varð til þess að lögreglu þótti eðlilegt að kanna betur ástandið á heimilinu. Tveir lögreglumenn voru sendir á staðinn þar sem Bjarki kom á móti þeim út á lóðina fyrir utan húsið. Samkvæmt lýsingu lögreglu var hann æstur og árásargjarn, óljós í tali og hafði í hótunum við þá. Upphófust mikil átök og tveir lögreglumenn til viðbótar voru kallaðir til. Að sögn sjónvarvotta gekk Bjarki, sem var mikill vexti, ítrekað í skrokk á lögreglumönnunum. Þegar þeir náðu tökum á honum og höfðu fært hann í handjárn varð hann alvarlega veikur. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir Bjarka hafa misst meðvitund, lífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og hann hafi látist skömmu síðar. Yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um það hvort þeir vissu til þess að Bjarki hefði átt við veikindi að stríða, né heldur hvort áverkar væru á líkinu. Nágrannar Bjarka, sem var ógiftur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum, segja hann hafa átt við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Á sama tíma og lögregla sá ástæðu til að færa föður hans á lögreglustöðina hafi hann einnig ráfáð um í annarlegu ástandi. Einn nágrannanna, Linda Björk Cavara Gylfadóttir, segist hafa séð Bjarka ganga um Vallargötu í Keflavík, skólausan og aðeins klæddan í joggingbuxur og bol. Skömmu seinna hafi hún séð lögregluna komna á staðinn og Bjarka liggja á blettinum hjá sér þar sem lögreglumenn voru að reyna að lífga hann við. Þetta mun ekki hafa verið í fyrsta sinn sem lögregla var kölluð að heimili þeirra feðga en ekki er vitað til þess að Bjarki hafi áður beitt ofbeldi eða verið árásargjarn. Lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra unnu að rannsókn á vettvangi fram á nótt. Samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara mun lögreglan í Reykjavík fara með rannsókn málsins sem beinist að því að komast að ástæðu þess að Bjarki Hafþór lét lífið í átökunum. Mun hún væntanlega kanna hvort lögreglan í Keflavík hafi farið offari. Faðir Bjark sem færður var á lögreglustöðina í gær er nú kominn undir læknishendur. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Þrjátíu og þriggja ára maður lést í átökum við lögregluna í Keflavík síðdegis í gær. Lögreglunni í Reykjavík hefur verið falið að rannsaka málið. Um klukkan fimm í gær var lögreglu tilkynnt um mann sem var illa á sig kominn á gangi í Keflavík. Hann virtist vera í annarlegu ástandi og var færður til lögreglustöðvar. Í kjölfarið hringdi lögregla á heimili mannsins þar sem sonur hans, hinn látni, Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, svaraði. Það símtal varð til þess að lögreglu þótti eðlilegt að kanna betur ástandið á heimilinu. Tveir lögreglumenn voru sendir á staðinn þar sem Bjarki kom á móti þeim út á lóðina fyrir utan húsið. Samkvæmt lýsingu lögreglu var hann æstur og árásargjarn, óljós í tali og hafði í hótunum við þá. Upphófust mikil átök og tveir lögreglumenn til viðbótar voru kallaðir til. Að sögn sjónvarvotta gekk Bjarki, sem var mikill vexti, ítrekað í skrokk á lögreglumönnunum. Þegar þeir náðu tökum á honum og höfðu fært hann í handjárn varð hann alvarlega veikur. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir Bjarka hafa misst meðvitund, lífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og hann hafi látist skömmu síðar. Yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um það hvort þeir vissu til þess að Bjarki hefði átt við veikindi að stríða, né heldur hvort áverkar væru á líkinu. Nágrannar Bjarka, sem var ógiftur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum, segja hann hafa átt við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Á sama tíma og lögregla sá ástæðu til að færa föður hans á lögreglustöðina hafi hann einnig ráfáð um í annarlegu ástandi. Einn nágrannanna, Linda Björk Cavara Gylfadóttir, segist hafa séð Bjarka ganga um Vallargötu í Keflavík, skólausan og aðeins klæddan í joggingbuxur og bol. Skömmu seinna hafi hún séð lögregluna komna á staðinn og Bjarka liggja á blettinum hjá sér þar sem lögreglumenn voru að reyna að lífga hann við. Þetta mun ekki hafa verið í fyrsta sinn sem lögregla var kölluð að heimili þeirra feðga en ekki er vitað til þess að Bjarki hafi áður beitt ofbeldi eða verið árásargjarn. Lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra unnu að rannsókn á vettvangi fram á nótt. Samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara mun lögreglan í Reykjavík fara með rannsókn málsins sem beinist að því að komast að ástæðu þess að Bjarki Hafþór lét lífið í átökunum. Mun hún væntanlega kanna hvort lögreglan í Keflavík hafi farið offari. Faðir Bjark sem færður var á lögreglustöðina í gær er nú kominn undir læknishendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira