Dottað í drottningarstólnum 8. september 2004 00:01 "Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta. Hús og heimili Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
"Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta.
Hús og heimili Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“