Innlent

Komu veikum skipverja til hjálpar

Stýrimenn varðskipsins Týs kom veikum skipverja um borð í togbátnum Siglunesi SH til hjálpar í gærkvöldi en skipstjóri skipsins hafði óskað eftir aðstoð vegna þess að skipverjinn missti meðvitund af og til. Skipin voru þá stödd á Breiðafirði. Tveir stýrimenn af varðskipinu fóru með léttbát yfir að Siglunesi og hlúðu að sjúklingnum þar til skipið kom til hafnar í Ólafsvík. Maðurinn var síðan sendur með sjúkrabíl á hjartadeild Landspítala og er líðan hans eftir atvikum góð. Þess má geta að stýrimenn varðskipsins eru lærðir sjúkraflutningamenn og hafa starfað sem sigmenn um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þeir hafa einnig verið í starfsnámi á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×