Innlent

Lína langsokkur í Kringlunni

Lína langsokkur var uppi um alla veggi Kringlunnar í Reykjavík í dag. Börn alls staðar af landinu hafa í sumar tekið þátt í teiknimyndasamkeppni Borgarleikhússins og teiknað myndir af Línu í sumarfríi. Hluti myndanna eða um 200 stykki verða til sýnis í Kringlunni næstu daga en úrslit samkeppninnar voru tilkynnt í dag. Alda Lísa Aðalsteinsdóttir, sem er fimm ára, fékk fyrstu verðlaun, Kolfinna Frigg, 6 ára, fékk önnur verðlaun og Þórhildur Irpa Reyr, þriggja ára, fékk þriðju verðlaun. Og að sjálfsögðu mætti Lína langsokkur á staðinn og afhenti verðlaunin ásamt apanum sínum, herra Níels.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×