Innlent

Málþing um ungt fólk

Norrænt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins verður haldið hér á landi í næstu viku. Til umfjöllunar verða m.a. útfærslur hinna norðurlandanna á svonefndu „standard budsjett“, eða neyslustöðlum, en enginn sambærilegur staðall er til á Íslandi að því er segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Fjallað verður um reynslu og notkun neyslustaðla meðal hinna norrænu ríkjanna. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar um skuldsettan lífsstíl ungs fólks verða einnig kynntar á málþinginu. Fyrirlesarar verða frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Málþingið er haldið hér á landi því Ísland er í formennsku fyrir norrænt samstarf í ráðherra- og embættismannanefndum árið 2004. Það verður haldið á Grand Hótel á mánudag og þriðjudag, þ.e. 30. og 31. ágúst, og er öllum opið meðan húsrúm leyfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×