Innlent

Grunur um kynferðisafbrot

Lögreglan á Snæfellsnesi þarf að ná sambandi við konu sem aðstoðaði stúlku á ellefta ári við að komast frá Laufásvegi, skammt frá verslun 10-11, í Stykkishólmi að tjaldsvæði bæjarins um klukkan fjögur eða fimm aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst, þegar danskir dagar voru haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi. Grunur er um að stúlkan hafi verið beitt kynferðisofbeldi áður en hún hitti konuna. Lögreglan þarf að ná tali af konunni í von um að hún staðfesti frásögn stúlkunnar að konan hafi hjálpað henni til að komast á tjaldsvæðið til foreldra sinna. Ákveðinn maður liggur undir grun og er rannsókn lögreglu vel á veg komin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×