Fáir vitja reiðhjóla til lögreglu 26. ágúst 2004 00:01 Tilkynnt hefur verið um 293 týnd eða stolin reiðhjól það sem af er þessu ári, í fyrra voru hjólin alls 345. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir eitt til tvö hundruð hjól, sem finnast hingað og þangað um borgina, vera komið til lögreglu á ári hverju. Ekki séu þó margir sem komi og vitji um hjólin. Reiðhjólauppboð er hjá lögreglunni einu sinni á ári og eru þá boðin upp öll þau hjól sem hafa verið í vörslu lögreglunnar í að minnsta kosti eitt ár. Hörður Jóhannesson segir uppboðið ávallt vera vel sótt. Að minnsta kosti eitt hundrað hjól seljist í hvert skipti. Hann segist ekki vita ástæðu þess að fáir komi og vitji um hjól sín hjá lögreglunni. Hugsanlega hafi fólk þegar fengið hjólin bætt hjá tryggingunum eða kannski þyki fólki hjól ekki vera dýr og kaupi einfaldlega nýtt hjól. "Ef reiðhjól eru skilin eftir ólæst getur fólk ekki vænst þess að koma að hjólinu sínu á sama stað aftur. Við hvetjum fólk til að læsa hjólunum við fasta hluti og nota viðurkennda lása," segir Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi Sjóvá-Almennra. Reiðhjól eru tryggð í fjölskyldutryggingum, en í flestum tryggingum er einhver sjálfsábyrgð. Til að fá hjól, sem hefur verið stolið, bætt þarf að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu og fara með lögregluskýrsluna ásamt kvittun fyrir hjólinu til tryggingafélagsins. Í flestum hjólaverslunum er hægt að fletta upp hvenær hjól voru keypt og hvað þau kostuðu. Þá þarf hjólið að hafa verið læst með viðurkenndum lás. Einar hvetur fólk til að læsa alltaf hjólum sínum við fastan hlut og festa lásinn við afturdekk eða grindina sjálfa en ekki við framhjólið því auðvelt sé að ná því af. Reiðhjólaeigendur hafa komið að framhjólinu einu eftir. Einar segir mikilvægt að geyma hjól alltaf inni í geymslum þar sem því verður komið við. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um 293 týnd eða stolin reiðhjól það sem af er þessu ári, í fyrra voru hjólin alls 345. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir eitt til tvö hundruð hjól, sem finnast hingað og þangað um borgina, vera komið til lögreglu á ári hverju. Ekki séu þó margir sem komi og vitji um hjólin. Reiðhjólauppboð er hjá lögreglunni einu sinni á ári og eru þá boðin upp öll þau hjól sem hafa verið í vörslu lögreglunnar í að minnsta kosti eitt ár. Hörður Jóhannesson segir uppboðið ávallt vera vel sótt. Að minnsta kosti eitt hundrað hjól seljist í hvert skipti. Hann segist ekki vita ástæðu þess að fáir komi og vitji um hjól sín hjá lögreglunni. Hugsanlega hafi fólk þegar fengið hjólin bætt hjá tryggingunum eða kannski þyki fólki hjól ekki vera dýr og kaupi einfaldlega nýtt hjól. "Ef reiðhjól eru skilin eftir ólæst getur fólk ekki vænst þess að koma að hjólinu sínu á sama stað aftur. Við hvetjum fólk til að læsa hjólunum við fasta hluti og nota viðurkennda lása," segir Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi Sjóvá-Almennra. Reiðhjól eru tryggð í fjölskyldutryggingum, en í flestum tryggingum er einhver sjálfsábyrgð. Til að fá hjól, sem hefur verið stolið, bætt þarf að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu og fara með lögregluskýrsluna ásamt kvittun fyrir hjólinu til tryggingafélagsins. Í flestum hjólaverslunum er hægt að fletta upp hvenær hjól voru keypt og hvað þau kostuðu. Þá þarf hjólið að hafa verið læst með viðurkenndum lás. Einar hvetur fólk til að læsa alltaf hjólum sínum við fastan hlut og festa lásinn við afturdekk eða grindina sjálfa en ekki við framhjólið því auðvelt sé að ná því af. Reiðhjólaeigendur hafa komið að framhjólinu einu eftir. Einar segir mikilvægt að geyma hjól alltaf inni í geymslum þar sem því verður komið við.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira