Hélt sig hafa brennst af lýsi 26. ágúst 2004 00:01 Flugvél Icelandair tafðist um 9 klukkustundir á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær, vegna ótta um að eiturefni væru um borð. Meint eiturefni reyndist vera íslenskt lýsi. Farþegum Icelandair á Heathrow-flugvelli brá heldur í brún í gærdag þegar þeim var ekki hleypt um borð í vél félagsins sem var á leið heim til Íslands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að grunur vaknað um að eiturefni væru í vélinni og við slíkar aðstæður væri ekki teflt á tvær hættur, heldur yrði að rannsaka málið í kjölinn. Guðjón segir aðdraganda málsins þann að hlaðmaður sem var við vinnu í vörurými vélarinnar í London á hádegi í gær, taldi sig hafa brennst á höndunum við það að snerta efni sem lekið hefði úr einum kassanum. Þá hafi vaknað grunum um eiturefni og við það farið í gang ferli þar sem gengið væri út frá því versta. Guðjón segir að þá taki slökkvilið flugvallarins völdin og eiturefnateymi sé kallað til. Allt þetta hafi tekið drjúgan tíma og á meðan hafi ekki fengist neinar upplýsingar um hvað væri að gerast. Það var ekki fyrr en undir kvöldmat þegar fluvirki á vegum Icelandair kom út til London að fékkst staðfest að efnið væri meinlaust þorskalýsi. Guðjón segir að menn hafi verið búnir að finna út hvað þetta væri en flugvirkinn hafi auðvitað strax þekkt lyktina. Hlaðmaðurinn sem kom þessu öllu af stað var sendur til í rannsókn til læknis og reyndist auðvitað alveg óbrenndur. Guðjón telur að hann ætti að taka lýsi. Bið farþega til að komast heim varð síðan öllu lengri, þar sem áhöfn vélarinnar var komin yfir leyfilegan vinnutíma og ný áhöfn varð að koma frá Íslandi. Allir komust þó heim með seinni skipunum í nótt. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Flugvél Icelandair tafðist um 9 klukkustundir á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær, vegna ótta um að eiturefni væru um borð. Meint eiturefni reyndist vera íslenskt lýsi. Farþegum Icelandair á Heathrow-flugvelli brá heldur í brún í gærdag þegar þeim var ekki hleypt um borð í vél félagsins sem var á leið heim til Íslands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að grunur vaknað um að eiturefni væru í vélinni og við slíkar aðstæður væri ekki teflt á tvær hættur, heldur yrði að rannsaka málið í kjölinn. Guðjón segir aðdraganda málsins þann að hlaðmaður sem var við vinnu í vörurými vélarinnar í London á hádegi í gær, taldi sig hafa brennst á höndunum við það að snerta efni sem lekið hefði úr einum kassanum. Þá hafi vaknað grunum um eiturefni og við það farið í gang ferli þar sem gengið væri út frá því versta. Guðjón segir að þá taki slökkvilið flugvallarins völdin og eiturefnateymi sé kallað til. Allt þetta hafi tekið drjúgan tíma og á meðan hafi ekki fengist neinar upplýsingar um hvað væri að gerast. Það var ekki fyrr en undir kvöldmat þegar fluvirki á vegum Icelandair kom út til London að fékkst staðfest að efnið væri meinlaust þorskalýsi. Guðjón segir að menn hafi verið búnir að finna út hvað þetta væri en flugvirkinn hafi auðvitað strax þekkt lyktina. Hlaðmaðurinn sem kom þessu öllu af stað var sendur til í rannsókn til læknis og reyndist auðvitað alveg óbrenndur. Guðjón telur að hann ætti að taka lýsi. Bið farþega til að komast heim varð síðan öllu lengri, þar sem áhöfn vélarinnar var komin yfir leyfilegan vinnutíma og ný áhöfn varð að koma frá Íslandi. Allir komust þó heim með seinni skipunum í nótt.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira