Innlent

Leitin að Fairy Battle

Laugardaginn 28. ágúst opnar Minjasafnið á Akureyri sýningu á munum og ljósmyndum úr leiðöngrum að flaki breskrar sprengjuflugvélar af gerðinni Fairey Battle sem fórst 26. maí 1941 á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Fairy Battle voru einshreyfils sprengjuflugvélar, sem voru úreltar nánast áður en þær voru teknar í notkun. Þær biðu oft mikið afhroð í árásarferðum sínum, og eru kannski frægastar fyrir það, sem og að flugmenn þeirra sýndu oft á tíðum næstum ómenskt hugrekki. Sýndir verða munir og myndir úr leiðangri sem farinn verður 24-25. ágúst á jökulinn og úr fyrri leiðöngrum. Sýningin stendur einungis þessa helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×