Innlent

Heimastjórnarhátíð fyrir almenning

Heimastjórnarhátíð alþýðunnar verður haldin á Ísafirði í dag. Sigurður Pétursson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að vegna þess að heimastjórnarhátíðin í vetur hafi verið bundin við ákveðna hópa í þjóðfélaginu hafi verið ákveðið að halda hátíð fyrir allan almenning. Ólafur Rangar Grímsson, forseti Íslands, verður sérstakur gestur hátíðarinnar en hann tók engan þátt í hátíðarhöldunum í vetur. Sigurður segir að með þessu sé verið að senda nokkurs konar skilaboð. Íslenska þjóðin eigi sinn forseta og hann verði eini gestur hátíðarinnar á Ísafirði. Hátíðin hefst klukkan eitt með því að kveikt verður samtímis á kyndlum í sex byggðarlögum, í Bolungarvík, Súðavík, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Ísafirði. Síðan verður hlaupið með kyndlana til Ísafjarðar en kyndilberar ljúka hlaupinu á Silfurtogi klukkan átta í kvöld, þar sem hátíðin verður formlega sett.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×