Innlent

Virkjunin rannsökuð og metin

Stærsta virkjanaverkefni Íslands til þessa , Kárahnjúkavirkjun, verður rannsakað og metið af vísindamönnum. Þetta kom fram á kynningu sem haldin var á Egilsstöðum í tengslum við fund norrænu félagsmálaráðherranna. Á Austurlandi er nú verið að byggja vatnsaflsvirkjun, álver og byggðarverkefni fyrir um 160 milljarða króna. Á meðan á uppbyggingu stendur skapast 8.000 störf á svæðinu, en þegar byggingu álvers og virkjunar verður lokið árið 2008 er reiknað með 800 föstum störfum. Verkefnið, sem einnig er stórt á alþjóðlegan mælikvarða, verður nú metið af félags- og hagvísindamönnum við háskólann á Akureyri. Þetta verður gert til hægt verði að fylgjast með áhrifum álversins og virkjunarinnar á íbúa, efnahag, vinnumarkað og þjónustu en einnig til að skoða hvernig áhrifin verða á menningu og lífstíl. Verkefnið verður einnig borið saman við önnur sambærileg stór verkefni, eins og til dæmis Snövit í Noregi, olíuleit við Færeyjar og fyrirhugað kjarnorkuver í suður Finnlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×