Frosin ber þurfa styttri suðu 19. ágúst 2004 00:01 "Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu. Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu.
Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira