Lítil og nett vinnuaðstaða 18. ágúst 2004 00:01 Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu. Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu.
Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira