Innlent

Gamla landssímahúsið rifið

Stórvirkar vinnuvélar jafna nú gamla Landssímahúsið, við jörðu. Húsið sem var byggt árið 1942 og stendur við Sölvhólsgötu 11 í Reykjavík, hýsti Landssímann lengst af. Síðustu ár hafa Þjóðleikhúsið, Listaháskólinn og Lögreglan haft það til afnota. Það víkur fyrir 4.800 fermetra byggingu, þar sem heilbrigðis-, - félagsmála-, og samgönguráðuneyti verða til húsa. Búið er að teikna og hanna nýja húsið en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær hafist verður handa við að byggja það. Fram að þeim tíma, verður lóðin notuð sem bílastæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×