Þeir teygja sig yfir til okkar 13. október 2005 14:32 Yfir standa viðræður milli Kópavogsbæjar og Reykjavíkur um lausn deilu sem reis þegar borgarráð Reykjavíkur meinaði Kópavogi að leggja kaldavatnsleiðslu frá Vatnsendakrikum yfir land borgarinnar í Heiðmörk. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, gerir síður ráð fyrir að málið leysist fyrr en Þórólfur Árnason borgarstjóri snýr aftur úr sumarleyfi eftir um hálfan mánuð. "Við ræddum þetta í rólegheitunum rétt áður en hann fór," sagði Sigurður, sem telur deiluna til komna vegna þess að embættismenn hafi farið fullgeyst. "Enn og aftur sýnir sig hve miklu skiptir að þekkja forsögu mála," sagði hann og vísaði til þess að fyrir nokkrum árum hafi Reykjavíkurborg lokað borholum og borgað landeiganda að Vatnsendakrikum bætur eftir að hafa hafið þar framkvæmdir. "Það hefur aldrei verið vafamál að þetta er í Kópavogslandi," segir Sigurður og telur af og frá að með borun eftir vatni í Vatnsendakrikum séu Kópavogsbúar að sækja vatn í eigu borgarinnar á vatnssviði Gvendarbrunna. "Það er öfugt. Gvendarbrunnar hafa alltaf verið á gráu svæði. Þeir eru alltaf að teygja sig yfir til okkar," segir hann. Í áliti borgarlögmanns til borgarráðs segir að borsvæðið umdeilda í Vatnsendakrikum tilheyri þeim 689 hekturum sem borgin tók eignarnámi úr landi Vatnsenda árið 1949. "Landið hafði verið í eigu bóndans á Vatnsenda og fékk hann greiddar bætur vegna þessa," segir í álitinu. Bent er á að bæjarfélögin greini á um staðsetningu tveggja spilda sem ekki hafi verið girtar af í kjölfarið. Borgarlögmaður lagði því til að beðið yrði úrskurðar Óbyggðanefndar þar til réttarágreiningi um eignarhald og lögsögumörk á svæðinu hefði verið eytt. Jafnframt segir að fari svo að bóndinn í Vatnsenda verði talinn eiga skikann í Vatnsendakrikum séu samt nokkrar líkur á að landið teljist "innan afréttar Seltjarnarneshrepps hins forna og þá innan marka þeirrar lögsögu sem Reykjavíkurborg hefur krafist í þjóðlendumálinu." Þá kemur fram að Vatnsveita Reykjavíkur hafi árið 1991 borað eftir vatni í Vatnsendakrikum, en lögbannsmál bóndans á Vatnsenda verið fellt niður þegar Vatnsveitan lýsti því yfir að hún myndi ekki nýta holurnar í náinni framtíð. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Yfir standa viðræður milli Kópavogsbæjar og Reykjavíkur um lausn deilu sem reis þegar borgarráð Reykjavíkur meinaði Kópavogi að leggja kaldavatnsleiðslu frá Vatnsendakrikum yfir land borgarinnar í Heiðmörk. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, gerir síður ráð fyrir að málið leysist fyrr en Þórólfur Árnason borgarstjóri snýr aftur úr sumarleyfi eftir um hálfan mánuð. "Við ræddum þetta í rólegheitunum rétt áður en hann fór," sagði Sigurður, sem telur deiluna til komna vegna þess að embættismenn hafi farið fullgeyst. "Enn og aftur sýnir sig hve miklu skiptir að þekkja forsögu mála," sagði hann og vísaði til þess að fyrir nokkrum árum hafi Reykjavíkurborg lokað borholum og borgað landeiganda að Vatnsendakrikum bætur eftir að hafa hafið þar framkvæmdir. "Það hefur aldrei verið vafamál að þetta er í Kópavogslandi," segir Sigurður og telur af og frá að með borun eftir vatni í Vatnsendakrikum séu Kópavogsbúar að sækja vatn í eigu borgarinnar á vatnssviði Gvendarbrunna. "Það er öfugt. Gvendarbrunnar hafa alltaf verið á gráu svæði. Þeir eru alltaf að teygja sig yfir til okkar," segir hann. Í áliti borgarlögmanns til borgarráðs segir að borsvæðið umdeilda í Vatnsendakrikum tilheyri þeim 689 hekturum sem borgin tók eignarnámi úr landi Vatnsenda árið 1949. "Landið hafði verið í eigu bóndans á Vatnsenda og fékk hann greiddar bætur vegna þessa," segir í álitinu. Bent er á að bæjarfélögin greini á um staðsetningu tveggja spilda sem ekki hafi verið girtar af í kjölfarið. Borgarlögmaður lagði því til að beðið yrði úrskurðar Óbyggðanefndar þar til réttarágreiningi um eignarhald og lögsögumörk á svæðinu hefði verið eytt. Jafnframt segir að fari svo að bóndinn í Vatnsenda verði talinn eiga skikann í Vatnsendakrikum séu samt nokkrar líkur á að landið teljist "innan afréttar Seltjarnarneshrepps hins forna og þá innan marka þeirrar lögsögu sem Reykjavíkurborg hefur krafist í þjóðlendumálinu." Þá kemur fram að Vatnsveita Reykjavíkur hafi árið 1991 borað eftir vatni í Vatnsendakrikum, en lögbannsmál bóndans á Vatnsenda verið fellt niður þegar Vatnsveitan lýsti því yfir að hún myndi ekki nýta holurnar í náinni framtíð.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira