Innlent

Rektor bjartsýnn en fámáll

Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er bjartsýnn fyrir veturinn og segir fátt um tillögur varðandi háskólann sem bornar voru fram á bæjarstjórnarfundi í vikunni, að því er norðlenski fréttavefurinn Aksjón greinir frá. Á bæjarstjórnarfundi fyrr í vikunni urðu heitar umræður um Háskólann á Akureyri og fjöldatakmarkanir sem þar hafa verið teknar upp. Lagði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu þess efnis að fjöldatakmörkunum yrði harðlega mótmælt en Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, lagði fram aðra tillögu þar sem engin mótmæli komu fram og lýsti bæjarstjóri yfir ánægju sinni með málefni háskólans. Samfylkingin kallar tillögu bæjarstjóra furðutillögu og fulltrúi L-listans sat hjá þegar tillagan var samþykkt. Hann segir umræðuna hafa snúist upp í landsmálapólitík. Þorsteinn Gunnarsson, rektor háskólans, er fáorður um tillögurnar en segir engan haustkvíða hrjá stjórnendur skólans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×