Menning

Ólíkar matarvenjur frændþjóðanna

Matarvenjur Norðurlandabúa eru ólíkar þrátt fyrir skyldleika þjóðanna. Norðmenn virðast hafa mesta reglu á máltíðunum meðan Svíar eru nútímalegastir og Finnarnir halda fastast í hefðirnar. Það kemur væntanlega fáum á óvart að Danir eru félagslyndastir og þar að auki mjög vanafastir á það með hverjum þeir borða, hvenær og hvað þeir láta ofan í sig. Algengasta mynstrið á Norðurlöndunum er þó að morgunmat borða menn einir, hádegismat með vinum og kvöldmat í faðmi fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í rannsókn norskrar stofnunar um matarvenjur á Norðurlöndum. Niðurstöðurnar er að finna í tímaritinu Kulturliv. Unni Kjærnes, starfsmaður SIFO, stjórnaði verkefninu sem er norræn samanburðarrannsókn um atferli og afstöðu til matar. Rannsóknin var fjármögnuð af samstarfsnefndinni um samfélagsrannsóknir (NOSS).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×