Sækir orku í eldhúsið ólífugræna 29. júlí 2004 00:01 Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira