Silkiblóm taka klakann með trompi 28. júlí 2004 00:01 Silkiblóm og silkitré er eitthvað sem getur sannarlega lífgað uppá heimili og gert það fallegt í leiðinni. Verslunin Soldis við Laugaveg 63 hefur nú boðið upp á silkiblóm og silkitré í hæsta gæðaflokki í tæplega sex ár. Að sögn annars eiganda Soldis, Bryndísar Tómasdóttur, hefur sala á silkiblómum aukist gríðarlega undanfarin ár. Það má ef til vill rekja til þess að gæði hafa aukist og eru silkiblóm nú orðin mun raunverulegri en þau voru hér áður fyrr. Nú er varla hægt að greina á milli alvörublóma og silkiblóma nema með snertingu. Hópurinn sem hefur dálæti á silkiblómum hefur aukist jafnt og þétt með betri blómum og fjölbreytnin er gífurleg í þessum iðnaði. "Fólk er bæði með silkiblóm inni og úti. Margir hafa silkiblóm útí garði og hafa jafnvel blómstrandi blóm með," segir Bryndís. Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva og engin hætta er á að blómin deyi. "Trén sem við bjóðum uppá eru með náttúrulegan stofn og úr þurrkuðum, náttúrulegum við sem gerir allt yfirbragð miklu náttúrulegra. Ekki þarf þó að vökva tréð og stofninn helst óbreyttur," segir Bryndís. Margar konur vilja eiga brúðarvendi sína nú til dags og því gera þau hjá Soldis mikið af fallegum brúðarvöndum auk annarra fallegra vanda. Afskorin silkiblóm hafa verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og margir velja þau í fallegar skreytingar. Soldis fylgist vel með stefnum og straumum í silkiblómabransanum og er alltaf með það nýjasta á boðstólnum. "Vinsælt er meðal unga fólksins nú til dags að hafa minimalískar og einfaldar skreytingar á borðum. Strá eða fallegar greinar er mikið notað og allt sem ólíkt er blómum," segir Bryndís en þær hjá Soldis geta glaðar frætt áhugasama um hvað sé í tísku hverju sinni. Vinsælust eru þó trén af öllum stærðum og gerðum; Fíkustré, Drekatré, Bonzai tré, Aloe Vera tré og hinir klassísku pálmar. Einnig eru fallegar rósir alltaf í tísku sem og burknar og hengiplöntur. Orkídeur virðast vera að færa sig upp á skaftið enda henta þær öllum. Þar gætir austurlenskra áhrifa og einfaldleika og margir velja sætan orkídeuvönd inná baðherbergið. Í mörgum fyrirtækjum eru nær eingöngu silkiblóm. Nú þarf enginn að hugsa um að vökva blómin og njóta þau sín vel í hvaða rými sem er. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér silkiblómaþjónustu Soldis og má þar nefna Smáralind, Kringluna og Toyota-umboðið. Minnsta málið er að panta hjá Soldis en verslunin býður uppá mjög alhliða þjónustu. "Við mætum á staðinn og skoðum aðstæður. Síðan setjum við fram tillögu að skreytingu og göngum frá öllu saman ef viðskiptavini líkar við skreytinguna, sem oftast er raunin," segir Bryndís en Soldis býður jafnvel uppá ker og potta og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita neitt annað. Soldis er alltaf með sömu gerðir og liti af kerum og pottum ár eftir ár og því er alltaf hægt að bæta við pottasafnið. Silkiblóm eru alls ekki dýr í rekstri og þarf lítið sem ekkert að hugsa um þau. Þegar þau eru farin að rykfalla er hægt að taka upp rykkústinn eða einfaldlega setja þau út í rigninguna og leyfa henni að sjá um þrifnaðinn. Flóknara er það ekki og lítið gjald að greiða fyrir fallega og líflega uppsetningu allt árið um kring. lilja@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Silkiblóm og silkitré er eitthvað sem getur sannarlega lífgað uppá heimili og gert það fallegt í leiðinni. Verslunin Soldis við Laugaveg 63 hefur nú boðið upp á silkiblóm og silkitré í hæsta gæðaflokki í tæplega sex ár. Að sögn annars eiganda Soldis, Bryndísar Tómasdóttur, hefur sala á silkiblómum aukist gríðarlega undanfarin ár. Það má ef til vill rekja til þess að gæði hafa aukist og eru silkiblóm nú orðin mun raunverulegri en þau voru hér áður fyrr. Nú er varla hægt að greina á milli alvörublóma og silkiblóma nema með snertingu. Hópurinn sem hefur dálæti á silkiblómum hefur aukist jafnt og þétt með betri blómum og fjölbreytnin er gífurleg í þessum iðnaði. "Fólk er bæði með silkiblóm inni og úti. Margir hafa silkiblóm útí garði og hafa jafnvel blómstrandi blóm með," segir Bryndís. Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva og engin hætta er á að blómin deyi. "Trén sem við bjóðum uppá eru með náttúrulegan stofn og úr þurrkuðum, náttúrulegum við sem gerir allt yfirbragð miklu náttúrulegra. Ekki þarf þó að vökva tréð og stofninn helst óbreyttur," segir Bryndís. Margar konur vilja eiga brúðarvendi sína nú til dags og því gera þau hjá Soldis mikið af fallegum brúðarvöndum auk annarra fallegra vanda. Afskorin silkiblóm hafa verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og margir velja þau í fallegar skreytingar. Soldis fylgist vel með stefnum og straumum í silkiblómabransanum og er alltaf með það nýjasta á boðstólnum. "Vinsælt er meðal unga fólksins nú til dags að hafa minimalískar og einfaldar skreytingar á borðum. Strá eða fallegar greinar er mikið notað og allt sem ólíkt er blómum," segir Bryndís en þær hjá Soldis geta glaðar frætt áhugasama um hvað sé í tísku hverju sinni. Vinsælust eru þó trén af öllum stærðum og gerðum; Fíkustré, Drekatré, Bonzai tré, Aloe Vera tré og hinir klassísku pálmar. Einnig eru fallegar rósir alltaf í tísku sem og burknar og hengiplöntur. Orkídeur virðast vera að færa sig upp á skaftið enda henta þær öllum. Þar gætir austurlenskra áhrifa og einfaldleika og margir velja sætan orkídeuvönd inná baðherbergið. Í mörgum fyrirtækjum eru nær eingöngu silkiblóm. Nú þarf enginn að hugsa um að vökva blómin og njóta þau sín vel í hvaða rými sem er. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér silkiblómaþjónustu Soldis og má þar nefna Smáralind, Kringluna og Toyota-umboðið. Minnsta málið er að panta hjá Soldis en verslunin býður uppá mjög alhliða þjónustu. "Við mætum á staðinn og skoðum aðstæður. Síðan setjum við fram tillögu að skreytingu og göngum frá öllu saman ef viðskiptavini líkar við skreytinguna, sem oftast er raunin," segir Bryndís en Soldis býður jafnvel uppá ker og potta og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita neitt annað. Soldis er alltaf með sömu gerðir og liti af kerum og pottum ár eftir ár og því er alltaf hægt að bæta við pottasafnið. Silkiblóm eru alls ekki dýr í rekstri og þarf lítið sem ekkert að hugsa um þau. Þegar þau eru farin að rykfalla er hægt að taka upp rykkústinn eða einfaldlega setja þau út í rigninguna og leyfa henni að sjá um þrifnaðinn. Flóknara er það ekki og lítið gjald að greiða fyrir fallega og líflega uppsetningu allt árið um kring. lilja@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp