Lífið

Lýsa upp sumarhús

Upp á síðkastið hefur verið mjög vinsælt að lýsa upp dökk sumarhús samkvæmt starfsmönnum Slippfélagsins Litalands. Það er gert með því að hreinsa og bursta gömlu klæðninguna á sumarhúsinu. Síðan er klæðningin grunnuð með gulri Viðar grunnmálningu og Viðar hálfþekjandi er máluð yfir í mahogny eða teach lit. Þegar grunnurinn er þornaður er klæðningin meðhöndluð eins og um nýjan við væri að ræða. Viðar hálfþekjandi er hágæða viðarvörn sem er sérstaklega framleidd með veðurfar á norðlægum slóðum í huga. Hana er hægt að nota á allan nýjan við en mikilvægt er að viðurinn standi ekki lengi óvarinn. Hægt er að fá Viðar hálfþekjandi í mörgum litum hjá Slippfélaginu Litalandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×