Menning

Nýtt útlit og lækkað verð

Kassavínið vinsæla Terra Vecchia frá Korsíku hefur fengið andlitslyftingu eins og sjá má á frönskum dögum í Vínbúðum en þeir standa til 7. ágúst. Eyjan fagra Korsíka er lítt þekkt vínsvæði hérlendis þótt vín þaðan séu þekkt á alþjóðavettvangi. Vínrækt á eyjunni hófst löngu áður en frægasti sonur hennar, Napoleón Bonaparte, fæddist eða á tímum Rómverja. Vínin á Korsíku, eiga líkt og tungumál eyjaskeggja, ýmislegt sameiginlegt með Ítalíu og Terra Vecchia er gott dæmi þess. Þrúgurnar eru annars vegar "alþjóðlegar" eins og merlot, cabernet sauvignon, grenache og syrah, og hins vegar upprunnar frá eyjunni sbr. niellucio sem er nátengd sangiovese. Vínið verður nokkuð þétt og öflugt, ávaxtaríkt og með ágætis fyllingu. Það er sólríkt eins og eyjan sjálf án þess að vera sætt, er þægilega mjúkt og endar á krydduðum nótum. Terra Vecchia hentar því mjög vel með öllum léttari máltíðum, mildum eða léttkrydduðum ostum -- og að sjálfsögðu með grillmat á sólardegi. Kynningarverð á frönskum dögum 2.930 kr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×