Menning

Borgar sig að borga strax

Jafn freistandi og það getur verið að leggja ólöglega þegar tíminn er naumur, eða nenna ekki að hlaupa spölinn í sjálfsalann til að ná sér í miða, er eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög. Stöðumælaverðir eru ákaflega vel vakandi stétt og allar líkur á að fólk komi að bílnum sínum með 1.500 króna sekt. Ef sektin er ekki greidd innan tveggja vikna hækkar hún um 50%. Þetta eru miklir blóðpeningar og stöðumælasektir gufa ekki upp heldur fara í lögfræðinga ef ekkert er að gert. Þar fer kostnaður upp úr öllu valdi. Til að spara sér óþarfa útgjöld borgar sig því að leggja löglega og ef svo óheppilega vill til að fólk fái sekt er um að gera að borga strax.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×