Áhuginn blossaði um leið og gosið 14. júlí 2004 00:01 Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972. Hús og heimili Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972.
Hús og heimili Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira