Áhuginn blossaði um leið og gosið 14. júlí 2004 00:01 Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972. Hús og heimili Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972.
Hús og heimili Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira