Mikilvægt að setja markmið 13. október 2005 14:24 Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Fjármál Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira