Lífið

Stærri innritunarsalur í Leifsstöð

Nýr innritunarsalur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var formlega tekinn í notkun síðastliðinn föstudag klukkan 15. Salurinn hefur verið stækkaður um eitt þúsund fermetra en hann var fyrir um fimm hundruð fermetrar. Með þessu fá farþegar flugstöðvarinnar aukið rými og afgreiðslan verður hraðari og skilvirkari fyrir farþega og starfsfólk. Kostnaður við salinn, breyttar akstursleiðir og bílastæði við húsið nemur um 215 milljón krónum. Frekari framkvæmdir eru í nánd í flugstöðinni á komandi vetri. Móttökusalur farþegar verður stækkaður og hefjast framkvæmdir á honum í haust. Kostnaður við þær framkvæmdir nemur líka um 215 milljón krónum. Áætlað er að þær framkvæmdir klárist fyrir áramót.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×