Innlent

Klókur leikur

"Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin.  "Það hefði verið erfitt fyrir að þá að beita sér við samningu nýrra fjölmiðlalaga ef þeim gömlu hefði verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessu eru þeir að tryggja að þeir eru aðalspilararnir í nýjum fjölmiðlalögum. Það væri athyglisvert ef þeir eru búnir að tala við stjórnarandstöðuna og hún búin að samþykkja þetta því þá á forsetinn ekki frekari leiki. Hvort verður þjóðaratkvæðagreiðsla fer eftir því hvernig forsetinn tekur þessu frumvarpi. Hans þætti í málinu er ekki lokið. Þessi leikur stjórnarinnar opnar málið og dregur það á langinn."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×