Framsóknarflokkurinn upp við vegg 2. júlí 2004 00:01 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira