Impregilo sakað um hýrudrátt 28. júní 2004 00:01 "Þolinmæði okkar er því sem næst á þrotum og næstu skref eru að fara með þessi mál beint í lögfræðing," segir Aðalbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Austurlands. Fer mjög fjölgandi þeim kvörtunum margra starfsmanna við framkvæmd Kárahnjúkastíflu að launaskrifstofa ítalska verktakans Impregilo, sem skráir niður tímafjölda allra starfsmanna, klípi af tímum sem mest þeir mega. Er svo komið að kröfur nokkurra verkamanna sem hafa borist Starfsgreinasambandinu eru upp á hundruð þúsunda sem þeir telja sig hafa orðið af. "Við höfum sent launaskrifstofu Impregilo erindi vegna þessa aftur og aftur án árangurs og nú er næsta skref að hætta því og fara beint í lögfræðinga. Þarna er um of marga aðila sem gera athugasemdir til að um tilviljun geti verið að ræða enda er eðlilegt hjá svona stóru fyrirtæki að eitthvað fari úrskeiðis annars lagið." Aðalbjörn viðurkennir að Starfsgreinasambandið hafi ekki staðið sig sem skyldi í þessu máli en talsverður tími er síðan fyrst fór að bera á kvörtunum vegna þessa. Hann viðurkennir einnig að þessi staða gæti jafnvel verið enn verri hjá erlendum starfsmönnum Impregilo en hjá þeim Íslendingum sem til hans hafi komið. "Það þarf engan Einstein til að ímynda sér að ef tímum er fækkað á íslenska starfsmenn sem eru yfirleitt ekki hræddir við að láta í sér heyra þá er það ábyggilega gert í ríkari mæli gagnvart erlendum starfsmönnum sem vita ekki hvert á að leita varðandi rétt sinn." Hjá Starfsgreinasambandinu hefur nýlega verið ráðinn starfsmaður í hlutastarf eingöngu til aðstoðar fyrir portúgalska verkamenn sem starfa á virkjunarsvæðinu en þeir skipta hundruðum. Sá talar portúgölsku en Aðalbjörn segir það hafa vafist fyrir þeim hingað til að hafa engan slíkan mann. "Vonandi hefur þetta þau áhrif að kvartanir þeirra heyrast strax og þá verður hægt að beita sér meira fyrir þeirra hönd." Einn heimildarmanna blaðsins sem starfar á virkjunarsvæðinu segir þessa framkomu Impregilo stórundarlega. "Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þetta veldur mikilli úlfúð og menn hætta að leggja sig fram í vinnu. Þeir eru í raun að spara sér aurinn en kasta krónunni." Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
"Þolinmæði okkar er því sem næst á þrotum og næstu skref eru að fara með þessi mál beint í lögfræðing," segir Aðalbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Austurlands. Fer mjög fjölgandi þeim kvörtunum margra starfsmanna við framkvæmd Kárahnjúkastíflu að launaskrifstofa ítalska verktakans Impregilo, sem skráir niður tímafjölda allra starfsmanna, klípi af tímum sem mest þeir mega. Er svo komið að kröfur nokkurra verkamanna sem hafa borist Starfsgreinasambandinu eru upp á hundruð þúsunda sem þeir telja sig hafa orðið af. "Við höfum sent launaskrifstofu Impregilo erindi vegna þessa aftur og aftur án árangurs og nú er næsta skref að hætta því og fara beint í lögfræðinga. Þarna er um of marga aðila sem gera athugasemdir til að um tilviljun geti verið að ræða enda er eðlilegt hjá svona stóru fyrirtæki að eitthvað fari úrskeiðis annars lagið." Aðalbjörn viðurkennir að Starfsgreinasambandið hafi ekki staðið sig sem skyldi í þessu máli en talsverður tími er síðan fyrst fór að bera á kvörtunum vegna þessa. Hann viðurkennir einnig að þessi staða gæti jafnvel verið enn verri hjá erlendum starfsmönnum Impregilo en hjá þeim Íslendingum sem til hans hafi komið. "Það þarf engan Einstein til að ímynda sér að ef tímum er fækkað á íslenska starfsmenn sem eru yfirleitt ekki hræddir við að láta í sér heyra þá er það ábyggilega gert í ríkari mæli gagnvart erlendum starfsmönnum sem vita ekki hvert á að leita varðandi rétt sinn." Hjá Starfsgreinasambandinu hefur nýlega verið ráðinn starfsmaður í hlutastarf eingöngu til aðstoðar fyrir portúgalska verkamenn sem starfa á virkjunarsvæðinu en þeir skipta hundruðum. Sá talar portúgölsku en Aðalbjörn segir það hafa vafist fyrir þeim hingað til að hafa engan slíkan mann. "Vonandi hefur þetta þau áhrif að kvartanir þeirra heyrast strax og þá verður hægt að beita sér meira fyrir þeirra hönd." Einn heimildarmanna blaðsins sem starfar á virkjunarsvæðinu segir þessa framkomu Impregilo stórundarlega. "Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þetta veldur mikilli úlfúð og menn hætta að leggja sig fram í vinnu. Þeir eru í raun að spara sér aurinn en kasta krónunni."
Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira