Lífið

Í sandkassann

Þegar þörf er á hreinum sandi í sandkassa í garðinum er þrennt til ráða. Fara á heimilisbílnum og flytja hann heim í skottinu í pokum, útvega sér kerru eða pallbíl og ná í lausan sand sem er mun ódýrara ef flutningstækið fæst frítt eða í þriðja lagi fá hann keyrðan heim og annað hvort sturtað eða blásið í kassann. Fyrirtækin sem selja svona sand eru t.d. Björgun og BM Vallá. Hjá Björgun heitir hann sandkassasandur og BM Vallá pússningasandur. Verðið er eftirfarandi: 40 kg pokar hjá Björgun kr. 320 45 kg pokar hjá BM Vallá 352 Laus sandur 1 tunna (jafngildir 3-4 pokum) hjá Vallá 376 Laus sandur hjá Björgun 870-1400 kr pr kerru Heimkeyrsla hjá BM Vallá 7000 Sturtað 376 pr. tunnu Blásið 567 pr. tunnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×