Lífið

Múrsteinar

Sífellt leitar fólk nýrra leiða við að fegra og skreyta heimili sín. Innanhúsblöðin gefa góðar hugmyndir ætli maður að fara að taka til hendinni heima fyrir og á síðum þeirra hefur mikið borið á múrsteinsveggjum undanfarið. Erlendis eru mörg hús byggð úr þessum steini svo þar er auðvelt að koma sér upp eins og einum múrsteinsvegg til þess að setja svip á heimilið. Hér á Íslandi er byggingarefni húsa af öðrum toga, timbur og steypa eins og flestir vita. Það er þó alls ekki ógerlegt að verða sér úti um þetta útlit á veggjum sé viljinn fyrir hendi. Ein leið er hreinlega að hlaða vegg úr múrsteini en hann er hægt að nálgast í Byko og sambærilegum verslunum. Önnur leið til að ná þessu útliti er með flísum. Verslunin Vídd er til dæmis með flísar á boðstólum sem líkjast múrsteini og Flísabúðin Stórhöfða er með grófar steinflísar og vart er hægt að sjá mun á þeim og upprunalegum múrsteini.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×