Ráðherrar á faraldsfæti 23. júní 2004 00:01 Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira