Fjögurra og hálfs árs fangelsi 23. júní 2004 00:01 Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi. Árni Þór Vigfússon og Kristján Ragnar Kristjánsson voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir hylmingu með því að veita um 138 milljónum króna viðtöku og halda fénu ólöglega fyrir Sveinbjörn. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir hylmingu. Auður Harpa Andrésdóttir, fimmti sakborningurinn í málinu, var sýknuð. Þeir Sveinbjörn, Árni Þór og Kristján Ragnar mættu ekki í réttarsal til að hlýða á dómsuppkvaðningu. Rúmlega 246 milljón króna bótakröfu Landssímans var vísað frá dómi. Kristján Ragnar og Árni Þór ætla að áfrýja dómnum. Sigmundur Hannesson, verjandi Ragnars Orra, segir dóminn vera strangan og hann hafi komið sér í opna skjöldu. Hann sagði Ragnar ekki hafa tekið ákvörðun um hvort dómnum yrði áfrýjað. Óvíst er hvort Sveinbjörn muni áfrýja en bæði hann og verjandi hans eru staddir í útlöndum. Sveinbjörn var fundinn sekur um fjárdrátt sem hann játaði skýlaust fyrir dómi. Hann dró sér og öðrum fjármuni sem hann hafði í sinni vörslu sem aðalféhirðir Landssímans. Sveinbjörn neitaði sök í einum ákærulið sem lýtur að þátttökugjöldum í Skjálftamótum Landssímans. Hann játaði fjárdráttinn en taldi um tíu milljón króna upphæð sem tiltekin var ekki vera rétta. Dómnum þótti hins vegar ekki ástæða til að ætla að fjárhæðin sem tilgreind var í ákæru væri röng. Árni Þór og Kristján Ragnar sögðu báðir fyrir dómi að þeir hefðu haft þá trú að Sveinbjörn hefði haft heimildir til að ráðstafa fé Landssímans til þeirra og félaga í þeirra eigu. Dómurinn leit hins vegar til þess að upphæðirnar, sem runnu til Árna Þórs og Kristjáns og félaga tengdum þeim frá Landssímanum, voru stórfelldar. Yfirfærsla fjárins frá Landssímanum hafi staðið í um þrjú ár og að í engu tilvika hafi verið gengið frá undirritun lánsskjala eða rætt um ábyrgðir eða tryggingar. Þá bárust þeim aldrei skrifleg gögn um skuldastöðu og þeir gerðu enga tilraun til að halda utan þær fjárhæðir sem þeir fengu frá Landssímanum. Einnig segir að ekki hafi verið skilað skattskýrslu fyrir félag þeirra, Alvöru lífsins, síðan árið 1998 og hafi það verið til þess fallið að leyna viðtöku fjárins. Þótti dómnum framburður þeirra Árna og Kristjáns engan veginn fá staðist. Þó að í upphafi hafi þeir kunnað að líta á greiðslurnar sem lán gat þeim ekki dulist að Sveinbirni var óheimilt að ráðstafa fé Landssímans með fyrrgreindum hætti. Ragnar Orri var sakfelldur fyrir hylmingu og peningaþvætti á um 32 milljónum króna. Dómurinn segir að honum hafi átt að vera heimildarleysi Sveinbjörns ljóst. Auður Harpa Andrésdóttir var sýknuð í málinu en hún var ákærð fyrir peningaþvætti á þremur milljónum króna og verða 330 þúsund króna málsvarnarlaun hennar greidd úr ríkissjóði. Sveinbirni var gert að greiða verjanda sínum 450 þúsund króna málsvarnarlaun. Árni Þór þarf að greiða sínum verjanda 700 þúsund krónur auk annarra 700 þúsunda vegna réttargæsluþóknunar. Kristján Ragnar þarf að greiða sínum verjanda eina og hálfa milljón og Ragnar Orri verjanda sínum 400 þúsund krónur. Annan sakarkostnað eiga fjórmenningarnir að greiða sameiginlega. Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi. Árni Þór Vigfússon og Kristján Ragnar Kristjánsson voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir hylmingu með því að veita um 138 milljónum króna viðtöku og halda fénu ólöglega fyrir Sveinbjörn. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir hylmingu. Auður Harpa Andrésdóttir, fimmti sakborningurinn í málinu, var sýknuð. Þeir Sveinbjörn, Árni Þór og Kristján Ragnar mættu ekki í réttarsal til að hlýða á dómsuppkvaðningu. Rúmlega 246 milljón króna bótakröfu Landssímans var vísað frá dómi. Kristján Ragnar og Árni Þór ætla að áfrýja dómnum. Sigmundur Hannesson, verjandi Ragnars Orra, segir dóminn vera strangan og hann hafi komið sér í opna skjöldu. Hann sagði Ragnar ekki hafa tekið ákvörðun um hvort dómnum yrði áfrýjað. Óvíst er hvort Sveinbjörn muni áfrýja en bæði hann og verjandi hans eru staddir í útlöndum. Sveinbjörn var fundinn sekur um fjárdrátt sem hann játaði skýlaust fyrir dómi. Hann dró sér og öðrum fjármuni sem hann hafði í sinni vörslu sem aðalféhirðir Landssímans. Sveinbjörn neitaði sök í einum ákærulið sem lýtur að þátttökugjöldum í Skjálftamótum Landssímans. Hann játaði fjárdráttinn en taldi um tíu milljón króna upphæð sem tiltekin var ekki vera rétta. Dómnum þótti hins vegar ekki ástæða til að ætla að fjárhæðin sem tilgreind var í ákæru væri röng. Árni Þór og Kristján Ragnar sögðu báðir fyrir dómi að þeir hefðu haft þá trú að Sveinbjörn hefði haft heimildir til að ráðstafa fé Landssímans til þeirra og félaga í þeirra eigu. Dómurinn leit hins vegar til þess að upphæðirnar, sem runnu til Árna Þórs og Kristjáns og félaga tengdum þeim frá Landssímanum, voru stórfelldar. Yfirfærsla fjárins frá Landssímanum hafi staðið í um þrjú ár og að í engu tilvika hafi verið gengið frá undirritun lánsskjala eða rætt um ábyrgðir eða tryggingar. Þá bárust þeim aldrei skrifleg gögn um skuldastöðu og þeir gerðu enga tilraun til að halda utan þær fjárhæðir sem þeir fengu frá Landssímanum. Einnig segir að ekki hafi verið skilað skattskýrslu fyrir félag þeirra, Alvöru lífsins, síðan árið 1998 og hafi það verið til þess fallið að leyna viðtöku fjárins. Þótti dómnum framburður þeirra Árna og Kristjáns engan veginn fá staðist. Þó að í upphafi hafi þeir kunnað að líta á greiðslurnar sem lán gat þeim ekki dulist að Sveinbirni var óheimilt að ráðstafa fé Landssímans með fyrrgreindum hætti. Ragnar Orri var sakfelldur fyrir hylmingu og peningaþvætti á um 32 milljónum króna. Dómurinn segir að honum hafi átt að vera heimildarleysi Sveinbjörns ljóst. Auður Harpa Andrésdóttir var sýknuð í málinu en hún var ákærð fyrir peningaþvætti á þremur milljónum króna og verða 330 þúsund króna málsvarnarlaun hennar greidd úr ríkissjóði. Sveinbirni var gert að greiða verjanda sínum 450 þúsund króna málsvarnarlaun. Árni Þór þarf að greiða sínum verjanda 700 þúsund krónur auk annarra 700 þúsunda vegna réttargæsluþóknunar. Kristján Ragnar þarf að greiða sínum verjanda eina og hálfa milljón og Ragnar Orri verjanda sínum 400 þúsund krónur. Annan sakarkostnað eiga fjórmenningarnir að greiða sameiginlega.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira