Innlent

Létti við dómsorðið

"Það var ótrúlegur léttir að heyra dómsorðið. Ég vissi að ég hafði ekki gert neitt rangt og það var léttir að dómurinn hafi séð það líka," segir Auður Harpa Andrésdóttir, sem var sýknuð af ákæru á hendur henni í Landssímamálinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, og verða málsvarnarlaun verjanda hennar greidd úr ríkissjóði. Auður er mjög þakklát Brynjar Níelssyni lögmanni sínum og allri fjölskyldunni sinni sem hefur staðið eins og klettur við bakið á henni á meðan þessar hörmungar dundu yfir. "Fyrst þegar ég lenti í þessu máli fannst mér eins og það væri ekki að gerast og beið eftir að þetta yrði leiðrétt. En þegar ákæran var þingfest fattaði ég að þetta væri ekki bíómynd heldur líf mitt," segir Auður og bætir við að lenda í svona sé ansi þungbært fyrir manneskju með hreina sakaskrá. Þá vill hún þakka sjónvarpsstöðvunum, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu fyrir að dæma hana ekki fyrirfram og halda nafnleynd. "Ég er ótrúlega hamingjusöm því núna get ég haldið áfram með líf mitt sem hefur verið í biðstöðu í gegnum þetta allt saman." Verjandi Auðar segir að hann hafi aldrei átt von á öðru en sýknu, annað hafi hreinlega ekki komið til greina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×