Innlent

Magalenti á Siglufjarðarflugvelli

Dornier flugvél Íslandsflugs, TF-ELH, með tvo flugmenn innanborðs magalenti á flugvellinum á Siglufirði í kvöld. Mennina sakaði ekki. Vélin fór frá Reykjavík klukkan 18:30 í áætlunarflugi til Sauðárkróks þar sem hún lenti klukkan 19:10. Vélin fór aftur í loftið frá Sauðárkróki klukkan 19:24 og hugðust  flugmennirnir fara í æfingaflug. Klukkan 19:45 tilkynnti Neyðarlínan flugstjórn í Reykjavíik að flugvélin hefði magalent á Siglufirði og væri hún á miðri flugbrautinni. Rannsóknarnefnd flugslysa hafði þá þegar verið tilkynnt um slysið. Vélin sem er af gerðinni Dornier 228 er mikið skemmd. Rannsóknarnefnd flugslysa óskaði eftir því að flugvél Flugmálastjórnar flygi með rannsóknarmenn til Siglufjarðar en ekki getur orðið af því vegna staðsetningar flugvélar Íslandsflugs á flugbrautinni á Siglufirði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×